Dagskráin 9. maí

Forsetabikarinn

Forsetabikarinn er árleg bæjarhátíð og fjölskyldudagur ætlaður öllum sem vilja gera sér glaðan dag, taka þátt í ýmsum leikjum og njóta þess sem Álftanes hefur uppá að bjóða og auðvitað mætir Guðni forsetinn okkar. Forsetabikarinn er í maí á Uppstigningardag og eru það foreldrar á Álftanesi ásamt góðri aðstoð frá UMFÁ sem standa fyrir þessari hátíð. 

Forsetabikarinn er fyrir alla og kostar ekkert að vera með og er mottó okkar:

“Allir eru í stuði í sveitinni og engin er skilin eftir”

Fótboltafjör

Öllum stendur til boða að skrá sig á fótboltamótið. Fótboltalið eru sett saman úr krökkum, stelpum og strákum, foreldrum, þjálfurum og kennurum og hverjum sem vill vera með og meðan pláss leyfir.

Vítaspyrnukeppnin er öllum opin og verður aldursskipt og sigurvegarinn í hverjum flokki fær glæsilegan bikar til eigu. 

Að sjálfsögðu lyfta öll vinningsliðin upp stóra Forsetabikarnum og fá myndir af sér með stykkinu. 

Sölu- og kynningarbásar

Hægt er að vera með sölu- og kynningarbása sem er tilvalið fyrir íþróttafélög og fyrirtæki eða sjálfstætt starfandi á Álftanesinu að kynna sig eða sína vörur.

Það er öllum velkomið að óska eftir básum og áhugasömum er úthlutaður bás/borðum á meðan pláss leyfir. 

Ekkert gjald er tekið fyrir básana en uppsetning og frágangur er í höndum söluaðila.

Forsetabikarinn sér sjálfur um sölu á öllum veitingum á meðan hátíð stendur tll þess að fjármagna allt stuðið.

Hlöðuball

Forsetabikarinn mun slá upp í hlöðuball fyrir fullorðna fólkið og velunnara hátíðarinar með tónlist og veitingum stuttu eftir hátíð